Öldungar sem hlutu viðurkenningar á Uppskeruhátíð FRÍ

Uppskeruhátíð Frjálsíþróttasambands Íslands fór fram föstudaginn 1. desember sl. en á hátíðinni var veittur mikill fjöldi viðurkenninga. Hér fyrir neðan er upptalning á þeim viðurkenningum sem veitt voru öldungum fyrir glæsilegan árangur á árinu sem er að líða og sl. 2-3 ár. Bestu afrek í kvenna-og karlaflokkum árin 2016 og 2017: – Besta afrek í […]

meira...

Ari Bragi og Arna Stefanía heimsóttu Íþróttafélagið Garp

Frjálsíþróttastjörnurnar Ari Bragi Kárason og Arna Stefanía Guðmundsdóttir ferðuðust í gær til Laugalands, Rangárþings Ytra, og heimsóttu iðkendur hjá Íþróttafélagi Garps á æfingu. Ari Bragi og Arna Stefanía stjórnuðu æfingunni með krökkunum og vakti heimsókn þeirra mikla lukku. Um 50 börn iðka íþóttir á vegum íþróttafélagsins í hverri viku. Boðið er upp á frjálsar íþróttir, […]

meira...

Aníta og Hilmar Örn frjálsíþróttafólk ársins

Uppskeruhátíð Frjálsíþróttasambands Íslands fór fram föstudaginn 1. desember sl. Þar komu frjálsíþróttaiðkendur, þjálfarar, stjórnarfólk, aðstandendur og frjálsíþróttaunnendur saman og fögnuðu góðum árangri á árinu sem er að líða. Á hátíðinni voru veittar ýmsar viðurkenningar fyrir frammúrskarandi árangur. Þráinn Hafsteinsson og Margrét Héðinsdóttir hlutu heiðursviðurkenningar frá Frjálsíþróttasambandi Evrópu (EAA) og Aníta Hinriksdóttir og Hilmar Örn Jónsson […]

meira...

Aðventumót FH

Aðventumót FH fer fram laugardaginn 2. desember í Kaplakrika Yngri iðkendur fá að prófa nokkrar greinar frjálsíþrótta í fjórþraut. Fara þau í gegnum 4 greinar á tveimur tímum. Fjórþrautin hefst kl. 9:00   6-7 ára piltar- greinar 60 m -langstökk – skutlukast og 400 m 6-7 ára stúlkur  – greinar 60 m -langstökk – skutlukast […]

meira...

Vésteinn Hafsteinsson frjálsíþróttaþjálfari ársins í Svíþjóð

Kastþjálfarinn og fyrrverandi kringlukastarinn Vésteinn Hafsteinsson var í gær valinn frjálsíþróttaþjálfari ársins af sænska frjálsíþróttasambandinu. Vésteinn hefur verið mjög farsæll í sínu starfi sem kringlukastþjálfari. Hann þjálfaði um árabil Heims-og Ólympíumeistarann, Gerd Kanter, en hann á þriðja lengsta kast sögunnar. Á síðustu árum hefur Vésteinn þjálfað Svíann Daniel Ståhl, ásamt því að þjálfa fleiri góða […]

meira...

Uppskeruhátíð FRÍ fer fram 1. desember

Uppskeruhátíð Frjálsíþróttasambands Íslands fer fram föstudaginn 1. desember á Hótel Cabin uppi á 7. hæð í Borgartúni 32. Húsið opnar kl. 17:30 en formleg dagskrá hefst kl. 18:00.   Um skemmtilega og kröftuga dagskrá verður að ræða þar sem heiðursviðurkenningar verða veittar og farið verður yfir árið 2017 í máli og myndum.   Við vonumst til […]

meira...

Flottur árangur á NM í víðavangshlaupum

Fjórir Íslendingar tóku þátt í Norðurlandamótinu í víðavangshlaupum sem fram fór í Middelfart í Danmörku, laugardaginn 11. nóvember sl. Keppt var í fjórum flokkum á mótinu: U20 ára flokki stúlkna og pilta sem og í flokki fullorðinna í karla-og kvennaflokki. Baldvin Þór Magnússon varð í 5. sæti í ungkarlaflokki (U20) af 64 keppendum er hann hljóp […]

meira...

Metþátttaka á Gaflaranum

Hið árlega barna-og unglingamót FH, Gaflarinn, fór fram laugardaginn 4. nóvember sl. í Kaplakrika í Hafnarfirði. Metþátttaka var á mótinu í ár, en alls 466 keppendur tóku þátt á mótinu. Umf. Selfoss hlaut flest verðlaun á mótinu, eða alls 31 verðlaunapeninga, FH var í öðru sæti með 25 verðlaun og Breiðablik í þriðja með 18 […]

meira...

Hlynur sigraði Mið-Ameríku svæðismótið í víðavangshlaupum

Hlynur Andrésson ÍR, sem keppir undir merkjum Eastern Michigan háskólans í Bandaríkjunum, sigraði um helgina í úrslitahlaupi Mið-Ameríku svæðismótsins sem haldið var í Miami í Ohio-fylki. Tími Hlyns í þessu 8 km víðavangshlaupi var 24:30 mín. Þetta er glæsilegur árangur hjá Hlyni sem er á sínu síðasta ári hjá Eastern Michigan og er á fljúgandi ferð ásamt liði sínu. […]

meira...
1 2 3 4 15
X