Ari Bragi heldur námskeið og fyrirlestur þann 18. mars

Spretthlauparinn Ari Bragi Kárason ætlar að fara yfir dvöl sína úti í Bandaríkjunum þar sem hann æfði með ALTIS félaginu. Farið verður yfir megin áhersluatriði hvað varðar þesskonar þjálfun sem stunduð er þarna, heimspeki, æfingarfræði, hreyfifræði, styrktaræfingar, keppnisundirbúning, hugarfar og allt það sem tengist því að móta afreksþjálfun og íþróttafólk. Besta íþróttafólk í heimi sækist í að […]

meira...

Ásmundur Jónsson hluti af fagteymi FRÍ

Nuddarinn Ámundur Jónsson bættist við fagteymi FRÍ nú á dögunum. Ásmundur er reynslumikill nuddari og hefur hann starfað með afreksfólki úr hinum ýmsum íþróttagreinum s.s. knattspyrnumönnum, handboltafólki, skautadönsurum, ballerínum, frjálsíþróttafólki, hjólreiðafólki, kraftlyfingakonum o.fl. Ásmundur hefur verið ötull að sækja sér aukna þekkingu varðandi nýjungar í meðhöndlun íþróttameiðsla og endurheimt. Hefur hann einnig mikla reynslu af því […]

meira...

Valið á Bikarkastmót Evrópu

Valið hefur verið hvaða íþróttamenn munu keppa fyrir Íslands hönd á Bikarkastmóti Evrópu sem fer fram dagana 10.-11. mars í Leiria í Portúgal. Eftirtaldir íþróttamenn hafa verið valdir: Guðni Valur Guðnason ÍR, Kringlukast karla Thelma Lind Kristjánsdóttir ÍR, Kringlukast kvenna U23 ára Örn Davíðsson FH, Spjótkast karla Fararstjóri/þjálfari: G.Pétur Guðmundsson Hér má sjá heimasíðu mótsins […]

meira...

Glæsilegur árangur á Meistaramóti Íslands um helgina

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fór fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal um helgina. FH sigraði heildarstigakeppnina með samtals 32.427 stig, ÍR-ingar höfnuðu í 2. sæti með 30.498 stig og Breiðablik í því þriðja með 21.147 stig. FH-ingar hlutu einnig flest gullverðlaun eða 12 samtals. Arna Stefanía Guðmundsdóttir FH náði besta afreki mótsins og var það í […]

meira...

Meistaramót Íslands fer fram um helgina

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fer fram helgina 24.-25. febrúar nk. í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Á mótinu keppir allt fremsta frjálsíþróttafólk landsins og má búast við hörkukeppni. 31 spretthlauparar eru skráðir til leiks í 60 m hlaupi kvenna og 30 í karlaflokki. Í kvennaflokki á Andrea Torfadóttir FH besta tímann en hennar persónulega met er 7,74 […]

meira...

Aníta keppir fyrir Íslands hönd á HM

Hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir ÍR verður eini keppandi Íslands á Heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fer fram í Birmingham í Englandi dagana 1.-4. mars. Aníta hefur náð lágmörkum í 800 m og 1500 m hlaupum. Aníta náði fyrst lágmarki í 800 m hlaupi á Reykjavíkurleikunum þann 4. febrúar 2017 er hún hljóp á tímanum 2:01,18 mín […]

meira...

12. Bikarkeppni FRÍ fer fram 10. mars

12. Bikarkeppni FRÍ fer fram laugardaginn 10. mars nk. Við minnum á að fresturinn til að skrá inn lið í keppnina er 24. febrúar og skal senda inn skráningar með því að senda tölvupóst á skraning@fri.is. Boðsbréf mótsins má sjá hér.

meira...

Skráningarfrestur á Meistaramót Íslands rennur út í kvöld

Meistaramót Íslands Aðalhluti fer fram helgina 24.-25. febrúar næstkomandi í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Á mótinu keppir allt besta frjálsíþróttafólk landsins og má búast við hörkukeppni í öllum greinum. Skráningarfrestur á mótið rennur út á miðnætti í kvöld og fer skráning fram í gegnum mótaforritið Þór. Hér má sjá boðsbréf mótsins. Hér má sjá tímaseðil mótsins

meira...

Sjö mótsmet á MÍ 15-22 ára um helgina

Meistaramót Íslands 15-22 ára fór fram í Kaplakrika um helgina. Mikið var um persónulegar bætingar á mótinu og voru alls sjö ný mótsmet sett. Kristján Viggó Sigfinnsson Ármanni setti glæsilegt mótsmet í hástökki pilta 15 ára er hann stökk yfir 1,95 m. Þórdís Eva Steinsdóttir FH setti glæsilegt mótsmet í 200 m hlaupi stúlkna 18-19 […]

meira...
1 2 3 4 20
X