Vormót HSK

Fyrstu utanhússmót sumarsins litu dagsins ljós nú um helgina þegar Fjölþrautarmót KFA og Vormót HSK fóru fram. Á Vormóti HSK var keppt í fjölmörgum greinum og voru margir keppendur að bæta sinn besta árangur. Meðal helstu úrslita má nefna að Guðni Valur Guðnason ÍR sigraði í kringlukasti karla með 57,99 m kasti. Í kúluvarpi kvenna […]

meira...

Fjölþrautarmót KFA

Flottur árangur náðist á Fjölþrautarmóti KFA sem fram fór nú um helgina. Í tugþraut 16-17 ára pilta sigraði Jón Þorri Hermannsson UFA en hlaut samtals 4850 stig.  Í öðru sæti var Úlfur Árnason. Bættu þeir báðir sinn persónulega árangur töluvert. Í tugþraut 18-19 ára pilta sigraði Gunnar Eyjólfsson UFA með miklum yfirburðum og bætti sinn fyrri […]

meira...

Arndís Ýr og Arnar Íslandsmeistarar í 10 km götuhlaupi

Stjörnuhlaupið, sem jafnframt er Íslandsmeistaramót í 10 km hlaupi, fór fram sl. laugardag. Margir af sterkustu hlaupurum landsins voru mættir til leiks og samkeppnin því hörð. Í karlaflokki sigraði Arnar Pétursson ÍR á tímanum 32:30 mín. Í öðru sæti var Þórólfur Ingi Þórsson ÍR á tímanum 33:36 mín sem jafnframt er nýtt Íslandsmet í flokki 41-44 ára karla. […]

meira...

Hilmar vann til gullverðlauna

Hilm­ar Örn Jóns­son úr FH vann til gull­verðlauna í sleggjukasti á Atlantic Co­ast Con­f­erence mót­inu sem fram fór í Atlanta í Banda­ríkj­un­um um helg­ina. Hilm­ar Örn, sem keppir fyrir háskólann í Virginíu, tryggði sér sigurinn strax í fyrsta kasti með kasti uppá 69,02 metra. Er þetta annað árið í röð sem Hilm­ar Örn ber sig­ur úr […]

meira...

Nýr Verkefnastjóri FRÍ

FRÍ hefur ráðið Helgu Guðnýju Elíasdóttur í sumarstarf Verkefnisstjóra sambandsins. Helga er á 3ja ári í  Heilbrigðisverkfræði í HR. Hún er góður hlaupari og sérhæfir sig í millivegalengdum og hefur í tvígang keppt fyrir íslenska landsliðið í frjálsum íþróttum. Samfélagsmiðlar og hlaupaumsýsla verða efst á hennar lista auk tilfallandi verkefna. FRÍ býður Helgu hjartanlega velkomna […]

meira...

Sindri Hrafn stórbætti skólametið

Sindri Hrafn Guðmundsson er kominn á fulla ferð og orðinn góður af meiðslum í olnboga sem hann hefur glímt við síðastliðin 2 ár. Nú um helgina sigraði hann MW Track and Field Outdoor Championships sem er stórt háskólamót í Bandaríkjunum með kasti uppá 77,19m. Með þessu kasti stórbætti hann skólametið í Utah State háskólanum og MW […]

meira...

Hlynur með bætingu í 3000m hindrunarhlaupi

Hlynur Andrésson hefur verið að hlaupa gríðarlega vel að undanförnu og komið með hverju bætinguna á fætur annarri. Nú um helgina varð hann í 2. sæti í 3000m hindrunarhlaupi á Mið Ameríkumótinu í Bandaríkjunum. Hann hljóp á tímanum 8:56,54 mín sem er bæting hjá honum og 4. besti tími Íslendings frá upphafi. Splittin voru mjög jöfn og […]

meira...
1 13 14 15
X