Ármannshlaupið 2019

Ármannshlaupið var haldið 03. júlí 2019 og tóku 413 manns þátt í hlaupinu. Veðrið lék við keppendur á meðan þeir hlupu 10 Km leið frá vatnagörðum meðfram Sæbrautinni í átt að Hörpu. Lykkja var tekin á báðum leiðum við Listasafn Ólafssonar. Arnar Pétursson var í fyrsta sæti í hlaupinu og hljóp á 32 mínútum og […]

meira...

Skráning í Ármannshlaupið

Nú fer hver að verða síðastur til að skrá sig í Ármannshlaupið sem haldið verður í kvöld kl 20:00.  Hlaupaleiðin er 10 km en nokkuð frábrugðin því sem hefur verið undanfarin ár. Ræsing og endamark verður í vatnagörðum milli Avis og Holtagarða.  Þaðan er hlaupið á göngustíg meðfram Sæbrautinni út undir Hörpu. Lykkja er tekin […]

meira...

European Running Business Ráðstefna haldin í Prag 2019

European Athletics eru að halda í annað sinn European Running Business ráðstefnu, sem haldin verður 6 – 8. september 2019. Ráðstefnan fer fram á Hilton Prague Hotel í Tékklandi og er haldin samhliða vinsælu Birell Prague Grand Prix 7. september. Þar munu helstu hlauparar heims sameinast og er þetta ein af ellefu RunCzech keppnum sem […]

meira...

Frjálsíþróttaskólinn

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ hefst sunnudaginn 23. Júní 2019 í ellefta sinn og er haldinn í samstarfi við HSK og FRÍ. Skólinn verður haldinn á HSK svæðinu á Selfossi dagana 23-27 Júní 2019.   Skólinn er ætlaður fyrir börn á aldrinum 11 til 18 ára. Ungmennin koma saman um miðjan dag á sunnudegi og skólanum lýkur um hádegi […]

meira...

Hlaupaþjálfaranámskeiði lokið

Langhlaupanefnd FRÍ stóð fyrir námskeiði fyrir hlaupaþjálfara, helgina, 8. og 9. júní 2019. Leiðbeinandi var Max Boderskov, cand.scient í íþróttum og sérfræðingur í hlaupum og hlaupaþjálfun. Max er höfundur að námskeiðum varðandihlaupaþjálfun í Danmörku, reynslumikill hlaupari, fyrirlesari og hlaupaþjálfari. Það er sannarlega fengur fyrir okkur að hafa fengið hann til landsins aftur. Námskeiðið stóð yfir […]

meira...

Nýr Markaðs- og viðburðarstjóri hjá FRÍ

Hanna Margrét Hrafnkelsdóttir hefur verið ráðin Markaðs- og viðburðarstjóri Frjálsíþróttasambands Íslands. Um er að ræða nýja stöðu og mun Hanna vinna náið með langhlaupanefnd FRÍ ásamt markaðssetningu og stjórnun langhlaupaviðburða á vegum FRÍ. Hanna er með meistaragráðu í viðburða og ráðstefnustjórnun á alþjóðavísu frá Englandi og kennir núna áfanga um viðburðarstjórnun og áhrif þess á […]

meira...
X
X