Úrslit á MÍ í 5km götuhlaupi og Víðavangshlaupi ÍR

Á sumardaginn fyrsta fór Víðvangshlaup ÍR fram í 102. sinn. en hlaupið var jafnframt Íslandsmeistaramót í 5 kílómetra götuhlaupi. 501 voru skráðir til leiks og er hlaupið orðið órjúfanlegur þáttur í hátíðarhöldum Reykjavíkurborgar á sumardaginn fyrsta ár hvert. Arndís Ýr Hafþórsdóttir, Fjölni og Arnar Pétursson, ÍR sigruðu í flokki kvenna og karla í þessu 102. […]

meira...

Jón S. Ólafsson með bronsverðlaun á HM Öldunga í Suður Kóreu!

Jón S. Ólafsson vann til bronsverðlauna í stangarstökki í flokki karla 60–64 ára á heimsmeistaramóti öldunga innanhúss, sem haldið var í Daegu í Suður-Kóreu nýverið. Jón stökk yfir 3,00 metra. Þetta er í annað sinn á innan við ári sem Jón vinnur til verðlauna á heimsmeistaramóti því á heimsmeistaramóti öldunga utanhúss sem haldið var í […]

meira...

Sumarstarf á skrifstofu FRÍ

Umsóknarfrestur um sumarstarf á skrifstofu FRÍ rennur út á miðnætti á morgun sunnudaginn 23 apríl og því enn möguleiki að sækja um spennandi og krefjandi starf. Hér er texti úr auglýsingunni sem birtist í Fréttablaðinu fyrir skömmu: Verkefnastjóri hjá Frjálsíþróttasambandi Íslands, sumarstarf Frjálsíþróttasamband Íslands óskar eftir að ráða sjálfstæðan og drífandi verkefnastjóra á skrifstofu FRÍ […]

meira...

Hlynur Andrésson setur Íslandsmet í frábæru 5000m hlaupi, 1. apríl.

Hlynur Andrésson ÍR keppti í 5000m hlaupi á Stanford Invitational í Kaliforníu laugardaginn 1. apríl. Hlaupið var frábærlega útfært hjá honum og lauk með gríðarlegum endaspretti þar sem þrír hlauparar börðust um sigurinn og komu í mark með 27/100sek millibili. Hlynur bætti sinn besta tíma um heilar 10 sekúndur og setti um leið nýtt Íslandsmet […]

meira...
X