Verkefnastjóri á skrifstofu FRÍ

Framlengdur umsóknarfrestur! Vegna aukinna umsvifa leitar Frjálsíþróttasamband Íslands nú að verkefnastjóra á skrifstofu FRÍ. Rétt eins og í frjálsum eru áskoranirnar margbreytilegar og geta reynt á snerpu, kraft og úthald. Við leitum að manneskju sem hefur áhuga á að bæta starfið í frjálsíþróttum, hefur menntun og/eða viðeigandi reynslu á sviði íþróttamála eða kennslustarfa, 20 ára […]

meira...

Meistaramót Íslands-sjálfboðaliða vantar!

Helgina 14.-15.júlí næstkomandi verður Meistaramót Íslands aðalhluti haldinn á Sauðárkróksvellinum.  Einnig sömu helgina verður Landsmót 50+ haldið á laugardeginum kl.16-19. Okkur hjá UMSS vantar sjálfboðaliða til starfa á mótunum báðum. Áhugasamir geta haft samband við Söru Gísladóttur í síma 8998031 eða saragisladottir@gmail.com

meira...

MÍ 11-14 ára um helgina

Meistaramót Íslands fer fram um helgina á Egilsstöðum og veðurhorfur eru góðar. Endanlegur tímaseðill er kominn inná mótaforritið Þór, vinsamlegast athugið að á sunnudeginum hefst mótið klukkan 09.00. Að auki má benda á að einstaka greinar hafa einnig færst til á milli daga en það hefur með lokaskráninguna að gera.  

meira...

Guðni Valur nálgast EM lágmarkið!

Guðni Valur Guðnason ÍR var hársbreidd frá því að ná lágmarki á Evrópumeistaramótið í Berlín þegar kappinn kastaði 63,20m á Coca Cola móti FH í Kaplakrika í gær. Lágmarkið er 63,50m en þess má til gamans geta að þetta er lengsta kast Guðna frá því árið 2015. Tímabilið hefur verið hans besta og mörg mót […]

meira...

FH mótinu frestað til 20.06.!

Í ljósi veðuraðstæðna er FH mótinu sem fram átti að fara í dag frestað til morgundagsins. Mótið fer semsagt fram miðvikudaginn 20 júní og hefst klukkan 18.00 Ein grein mun þó fara fram í dag en það er 400m hlaup kvenna sem verður innanhúss í Kaplakrika og hefst klukkan 19.00.  

meira...

Aníta þriðja í Tübingen

Aníta Hinriksdóttir ÍR keppti í dag í 800m hlaupi á alþjóðlegu móti í Tübingen Þýskalandi. Mótið ber nafnið Soundtrack Meeting og upplifun áhorfenda í miklum hávegum höfð. Aníta náði góðu þriðja sæti á besta tíma sínum í ár og kom í mark á 2:01,05 mín. Sigurvegari varð Christina Hering frá Þýskalandi á 2:00,48 mín og […]

meira...

Ásdís með flotta opnun í kringlukasti og kúluvarpi

Ásdís Hjálmsdóttir Ármanni keppti í dag í kringlukasti og kúluvarpi í Bottnaryd sem er í Jönköbing Svíþjóð. Hún bætti sinn persónulega árangur í kringlukasti með kasti uppá 52,19m  og kastaði svo kúlunni15,14m. Ljóst að Ásdís kemur sterk tilbaka eftir smávægileg meiðsli og næst á dagskrá er sumaropnun í aðalgrein hennar, spjótkasti.    

meira...

Andrea og Þórólfur Íslandsmeistarar í 5000m og 10 000m

Samhliða Vormóti Fjölnis í gærkvöldi fór Meistaramót Íslands í 5000m hlaupi kvenna og 10 000m hlaupi karla á braut fram í þokkalegum aðstæðum í Laugardalnum.   Íslandsmeistarar 2018 eru þau Andrea Kolbeinsdóttir ÍR sem kom í mark á 17:13,01 mín í 5000m hlaupinu og Þórólfur Ingi Þórsson ÍR sem kom í mark á 33:22,69 mín […]

meira...

Vormót ÍR

Vormót ÍR fór fram á Laugardalsvelli í ágætisveðri í gærkvöldi. Keppt var í fjölda greina en meðal annars keppti Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir í 100m hlaupi en eins og alþjóð veit er hún nýkrýndur Íslandsmethafi í 200m hlaupi. Hún sigraði  á tímanum 12,04 sekúndum.  Í 100m hlaupi karla sigraði Jóhann Björn Sigurbjörnsson, UMSS þegar hann hljóp á […]

meira...

Aníta sjötta á besta tíma ársins!

Aníta Hinriksdóttir ÍR keppti í 800m hlaupi í gærkvöldi á sterku móti í Ostrava Tékklandi. Aníta hljóp vel og kom í mark í sterku hlaupi í sjötta sæti á tímanum 2:01,92 mín. Þetta er besti tími Anítu á árinu og góður stígandi hjá henni. Úrslitin eru hér      

meira...
1 2 3 7
X
X