Ásdís í úrslit á HM í London!

Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari úr Ármanni kastaði 63,06m í þriðja kasti sínu í  undankeppni HM í London rétt í þessu. Með þessu kasti flaug hún inní úrslitin og endaði í 9 sæti, hin tvö köstin voru undir 60 metrum og hefðu ekki dugað henni til að komast áfram. Kasta þurfti 63.50 til að fara beint áfram […]

meira...

Arna Stefanía vinnur til bronsverðlauna á EM 20-22 ára!

Arna Stefanía Guðmundsdóttir úr FH vann brons þegar hún kom í mark í  3.sætinu á EM 20-22 ára í 400m grindarhlaupi nú rétt í þessu. Magnað hlaup og ársbesta á 56,37 sek. Þvílík spenna og snilldarlega útfært hlaup hjá Örnu Stefaníu en hún fór skynsamlega af stað og átti kraft í síðustu grindurnar þar sem […]

meira...

Guðni Valur Guðnason í 5. sæti á EM 20-22 ára!

Guðni Valur Guðnason úr ÍR hafnaði í 5.sæti í úrslitum kringlukastins á EM 20-22 ára með kasti uppá 57,31m. Guðni náði þessu kasti í annarri umferð og tryggði sig þannig í hóp þeirra átta sem fengu 3 köst að auki.  Eins og áður á þessu móti var keppnin gríðarlega jöfn og skemmtileg og 5.sætið í […]

meira...

Aníta Hinriksdóttir vinnur silfur á EM 20-22 ára!

Aníta Hinriksdóttir úr ÍR varð rétt í þessu í öðru sæti á EM 20-22 ára þegar hún kom í mark á tímanum 2:05.02mín. Renée Eykens frá Belgíu varð Evrópumeistari í taktísku hlaupi á tímanum 2:04.73 mín. en hún hljóp í skugganum af Anítu allt þar til í blálokin. Þetta er einfaldlega magnaður árangur á þessu […]

meira...

Sindri Hrafn í 9 sæti á EM 20-22 ára

Sindri Hrafn Guðmundsson úr Breiðablik varð rétt í þessu í 9 sæti í úrslitum spjótkastkeppninnar á EM 20-22 ára. Hann kastaði 74,42 metra og var aðeins 2 sentimetrum frá því að komast í 8 manna úrslitin og fá þannig 3 köst í viðbót. Gríðarlega jöfn keppni í gangi og 7 sætið var einungis 4 sentimetra […]

meira...

Beint frá Póllandi!

Hér er linkur á beinar útsendingar á vefvarpi RÚV: http://www.ruv.is/frett/em-u23-i-frjalsum-ithrottum Þetta er líka hér eins og undanfarna daga: http://www.european-athletics.org/        

meira...

Arna Stefanía komin sannfærandi í úrslit á EM 20-22 ára

Arna Stefanía úr FH var rétt í þessu að tryggja sig í úrslit á EM 20-22 ára í 400m grindarhlaupi í Bydgoszcz í Póllandi. Arna Stefanía kom önnur í mark í fyrri riðli undanúrslitanna á tímanum 57,02 sek og flaug inní úrslitin sem fram fara á morgun sunnudag klukkan 13.47 að íslenskum tíma. Hún kemur […]

meira...

Guðni Valur örugglega í úrslit á EM 20-22 ára

Guðni Valur Guðnason úr ÍR kastaði 56,57m í A-hópi forkeppni kringlukastsins á EM 20-22 ára núna í morgun og hafnaði í 2 sætinu þar.  Til að komast beint í úrslit segja reglurnar að kasta þurfi 57,50m en ef færri en 12 kastarar ná þeim árangri fara þeir 12 áfram sem lengst kasta. Það var því […]

meira...

Stjörnuhlaupið laugardaginn 20. maí-Íslandsmeistaramót í 10 km götuhlaupi

Stjörnuhlaupið fer fram laugardaginn 20. maí kl. 11:00 í Garðabæ   Stjörnuhlaup VHE er Íslandsmeistaramót í 10 km götuhlaupi. Veitt verða Íslandsmeistaraverðlaun fyrir 1-3 sæti í karla- og kvennaflokki.   Nánari upplýsingar um hlaupið og hlaupaleiðina er að finna á www.stjornuhlaup.is. Skráning í hlaupið fer fram á hlaup.is https://hlaup.is/default.asp?cat_id=978

meira...

Ásdís með sterka opnun inní sumarið!

Spjótkastarinn sterki úr Ármanni Ásdís Hjálmsdóttir keppti á laugardaginn 6 maí á móti i Zürich og vann með kasti uppá 59,95m. Með þessu kasti skaust hún uppí 13. sæti heimslistans í ár. Ásdís átti kast í kringum HM lágmarkið sem er 61,40m en gerði það því miður hárfínt ógilt. Veðrið á mótinu var allskostar ekki gott, […]

meira...
1 2
X