Ragnheiður, Þorsteinn og Þráinn kjörin heiðurfélagar FRÍ

Á Frjálsíþróttaþingi í Hafnarfirði voru þrír af lykil liðsmönnum frjálsíþróttahreyfingarinnar kjörnir heiðursfélagar FRÍ. Mögulegt væri að rita langa ritgerð um framlag þeirra til frjálsíþrótta en að þessu sinni verður þessi stutta greinargerð að duga um hvert og eitt þeirra.  Ragnheiður Ólafsdóttir Ragnheiður Ólafsdóttir frjálsíþróttaþjálfari hefur nú nýlokið löngum og einstaklega farsælum ferli sínum sem yfirþjálfari […]

meira...

Afreksstarf hefst á höfuðborgarsvæðinu

FRÍ fagnar því að nú geti æfingar afrekshópa aftur farið fram í mannvirkjum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Nánar má lesa um málið í fréttatilkynningu frá ÍSÍ sem fylgir hér að neðan, en má einnig á vef ÍSÍ hér: „Fulltrúar almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins funduðu nú síðdegis með ÍSÍ, sérsamböndum þess, ÍBR, ÍBH, UMSK og fulltrúum fyrir hönd sveitarfélaganna […]

meira...

Guðlaug varaformaður og Kári Steinn gjaldkeri í nýrri stjórn FRÍ

Á fyrsta fundi stjórnar FRÍ í liðinni viku skipti stjórn með sér verkum. Helstu tíðindi eru þau að Guðlaug Baldvinsdóttir sem verið hefur gjaldkeri FRÍ undanfarin tvö tímabil starfstímabil tekur nú að sér hlutverk varaformanns. Við hlutverki gjaldkera tekur hlauparinn og Ólympíufarinn Kári Steinn Karlsson. Gunnar Svavarsson gegnir áfram hlutverki ritara og Aðalbjörg Hafsteinsdóttir, sem […]

meira...

Vel heppnað 62. ársþing FRÍ haldið í Hafnarfirði

Þann 2. október síðastliðinn var haldið í Kaplakrika í Hafnarfirði 62. ársþing FRÍ í góðu samstarfi við frjálsíþróttadeild FH og Hafnarfjarðarbæ. Þingið var óvanalegt á margan hátt. Því hafði tvívegis verið frestað áður en var nú haldið í skugga COVID en þannig að sóttvarnir voru í hávegum hafðar. Brotið var blað með beinu streymi frá […]

meira...

MÍ 11-14 ára frestað!

Í ljósi þess að ekkert ferðaveður verður fyrir stóran hóp keppenda hefur stjórn FRÍ tekið ákvörðun um að fresta MÍ 11-14 ára sem halda átti um helgina. Ný tímasetning auglýst síðar.

meira...

NM innanhúss í dag

FRÍ á glæsilega fulltrúa í Helsinki í dag þar sem fram fer Norðurlandamót í frjálsíþróttum, Nordenkampen. Ísland teflir fram sameiginlegu liði með Dönum á þessu móti í liðakeppni. Íslensku fulltrúarnir og þeirra keppnisgreinar í tímaröð má sjá hér að neðan. Keppandi Keppnisgrein Tími Eva María Baldursdóttir Hástökk 11:00 Hafdís Sigurðardóttir Langstökk 11:05 Guðni Valur Guðnason […]

meira...
Vilhjálmur Einarsson

Vilhjálmur Einarsson látinn

Frjálsíþróttahreyfingin syrgir nú einn af sínum allra fremstu sonum eftir að hinn frækni þrístökkvari, silfurmaðurinn Vilhjálmur Einarsson lést í gærkvöldi á Landspítalanum í Reykjavík á sínu 86. aldursári. Afrek Vilhjálms eru einstök á íþróttasviðinu, silfur á Ólympíuleikum, brons á Evrópumóti og Íslandsmet í þrístökki sem brátt hefur staðið í sextíu ár! Að vonum hlaut Vilhjálmur margvíslegar […]

meira...

61. Frjálsíþróttaþingi slitið í Kópavogi

61. Frjálsíþróttaþingi var slitið í dag í Kópavogi. Bæjarfulltrúarnir Pétur Hrafn Sigurðsson og Theodóra S. Þorsteinsdóttir voru þingforsetar og stýrðu þinginu af mikilli röggsemi. Ekki veitti af því alls voru afgreiddar 54 þingtillögur. Hjálpaði mjög til að þingið var rafrænt, í fyrsta sinn, sem jók á skilvirkni þess. Góðir gestir heiðruðu þingið með nærveru sinni. […]

meira...

Sindri Hrafn Guðmundsson nær EM lágmark í spjótkasti

Spjótkastarinn knái úr Breiðabliki, Sindri Hrafn Guðmundsson, stórbætti í gær sinn besta árangur í spjótkasti þegar hann kastaði 80,49m á fyrsta háskólamóti sumarsins hjá Utah State University. Sindri Hrafn bætti ekki aðeins sinn besta árangur, sem var 77,28m, heldur bætti um leið met skólans. Í þriðja lagi náði Sindri Hrafn um leið lágmarki til keppni […]

meira...

Æfingabúðir Úrvalshóps FRÍ heppnuðust vel í Hafnarfirði

Unglinganefnd FRÍ stóð fyrir vel heppnuðum æfingabúðum fyrir efnilegustu frjálsíþróttaunglinga landsins um helgina. Allir lögðust á eitt til að tryggja sérlega vel heppnaða stund í Hafnarfirði. Fyrst er að telja að FH-ingar opnuðu frjálsíþróttahús sitt í Kaplakrika fyrir hópnum. Sama má segja um Setbergsskóla sem opnaði dyr sínar fyrir unglingunum. Nokkrir úrvals þjálfarar sinntu hópnum og gáfu […]

meira...
1 2 3 4
X
X