MÍ öldunga inni 2019

MÍ eldri iðkenda í frjálsíþróttum innanhúss fór fram síðastliðna helgi, 16.-17. febrúar, 2019. Fjölnisfólk sá um framkvæmd mótsins af mikilli röggsemi. Akureyringar fjölmenntu á mótið og unnu öruggan sigur í stigakeppni félaganna. Á fyrri degi mótsins litu sjö aldursflokkamet dagsins ljós og á þeim síðari jafnaði Kristján Gissurarson eigið met í stangarstökki í 65 ára […]

meira...

Leiðbeiningar og viðmið varðandi val á landsliði Íslands í utanvega- og fjallahlaupum

Leiðbeiningar og viðmið hafa verið unnin af Langhlaupanefnd Frjálsíþróttasambands Íslands en þeim er ætlað að skilgreina þau viðmið sem hafa skal að leiðarljósi við val á einstaklingum til keppni í utanvega- og fjallahlaupum fyrir Íslands hönd á alþjóðlegum vettvangi. Viðmiðin eru birt undir flipanum "Landslið" og þar undir "Val á landsliði í utanvegahlaupum".
 
Valið á kvenna- og karlaliði fer fram eigi síðar en 1.febrúar 2017 en eigi síðar en 15.janúar á árunum á eftir.
 
 
meira...

Íslandmet hjá Ívari Kristni Jasonarsyni

Í gærkveldi bætti ÍR ingurinn Ívar Kristinn Jasonarson Íslandsmet Trausta Stefánssonar frá árinu 2012 um 26/100 s þegar hann kom í mark á tímanum 34,38 s í 300 m hlaupi karla á Hlaupamóti FRÍ sem fram fór í Laugardalshöll. Glæsilegur árangur hjá Ívari og lofar góðu fyrir komandi keppnistímabil.
meira...

21. og 22. janúar MÍ í fjölþrautum og MÍ öldunga

Dagana 21 og 22 janúar verður haldið MÍ í fjölþrautum og MÍ öldunga í Kaplakrika Hafnarfirði. Í fjölþrautum verður keppt í sjöþraut í flokkum karla, pilta 18-19 ára og pilta 16-17 ára. Keppt verður í fimmtarþraut í flokkum kvenna, stúlkna 16-17 ára, stúlkna 15 ára og yngri og pilta 15 ára og yngri.
 
Á öldungamótinu verður keppt í 60 m, 200 m, 800 m, kúluvarpi, langstökki, hástökki, 60 m grind, 400 m, 3000 m, þrístökki, stangarstökki.
 
Opið er fyrir skráningar á bæði mótin í mótaforritinu Þór Skráningu lýkur á miðnætti 18.janúar. 
 
 
 
 
 
meira...

Áramótakveðjur

Frjálsíþróttasamband Íslands óskar ykkur öllum gleðilegrar hátíðar og gleðilegs nýs árs með þökk fyrir góða samvinnu á árinu sem er að líða. Megi 2017 verða ykkur hamingjuríkt og skemmtilegt. 
meira...

Dómaranámskeið 18. og 19. janúar

FRÍ býður til námskeiðs til héraðsdómararéttinda í frjálsíþróttum dagana 18. og 19. janúar 2017. Námskeiðið verður haldið í Íþróttamiðstöð ÍSÍ að Engjavegi 6 í Laugardal og hefst báða dagana kl. 18:00. 
meira...

Bein útsending á Íþróttamanni ársins á morgun

Á morgun fá íþróttakarlar og íþróttakonur sérgreina 2016 afhendar viðurkenningar frá ÍSÍ og jafnframt fer fram kjör á Íþróttamanni ársins sem Samtök íþróttafréttamanna standa fyrir. Bein útsending frá afhendingu viðurkenninga til íþróttafólks sérsambanda hefst á RÚV2 kl. 18:00. Bein útsending frá kjöri íþróttamanns ársins fer fram frá kl.19:40 á RÚV. Íþróttamaður ársins er nú kjörinn í 61. sinn en þjálfari og lið ársins í fimmta sinn.
meira...

Frjálsíþróttasamband Íslands fékk 1.000.000 í styrk

Í gær fékk FRÍ úthlutað styrk úr styrktarsjóði Íslandsbanka og ÍSÍ að upphæð kr. 1.000.000 vegna stórmóta- og úrvalshóps. Framtíðin er svo sannarlega björt í frjálsum íþróttum með fjölmörgu efnilegu ungu fólki sem stefnir hátt. Á næsta ári er fyrirhugaður fjöldi verkefna á vegum FRÍ fyrir þennan aldur og þegar hafa nokkrir af þessum íþróttamönnum náð lágmörkum inn á stórmót næsta sumars. Fyrir hönd stórmóta- og úrvalshóps tóku við styrknum Tristan Freyr Jónsson, Þórdís Eva Steinsdóttir, Helga Margrét Haraldsdóttir og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir. 
meira...
1 2 3 194
X
X