Auglýst eftir framkvæmdastjóra

Frjálsíþróttasamband Íslands auglýsir starf framkvæmdastjóra laust til umsóknar. Gert er ráð fyrir að nýr framkvæmdastjóri taki við starfinu í lok sumars eða haust þegar núverandi framkvæmdastjóri lætur af störfum.
 
Starfssvið framkvæmdastjóra er meðal annars að annast daglegan rekstur skrifstofu, annast fjármálastjórn auk fjáröflunar, sjá um samskipti við fjölmiðla og hagsmunaaðila og vinna að öðrum þeim verkefnum sem stjórn FRÍ hverju sinni felur framkvæmdastjóra.

FRÍ Author