Ásdís og Kristinn keppa í dag – fimmtudag

Til að komast í úrslit í spjótkasti þarf að vera í hópi 12 bestu í undankeppninni eða kasta 61 metra. Alls eru 28 keppendur skráðir til leiks í spjótkasti kvenna. Lengst allra í ár hefur tékkneska stúlkan Barbora Spotakova kastað 69,45 m fyrir um fimm vikum síðan. Upplýsingar um árangur Ásdísar í spjótkasti má sjá hér á afrekaskrá FRÍ.
 
Til að komast í úrslit í langstökkinu þarf að stökkva 8,125 m eða vera meðal 12 bestu. Lengst allra í ár hefur stokkið Mitchell Watts frá Ástralíu, 8,54 m á DN Galan í Stokkhólmi í lok síðasta mánaðar. Árangur Kristins er tíundaður hér á afrekaskránni.
 
Hægt er að fylgjast með úrslitum á netinu á heimasíðu mótsins.

FRÍ Author