Ásdís náði 3. sæti á Vetrarkastmóti Evrópu í dag

Ásdís Hjálmsdóttir Ármanni varð í 3. sæti á 9. Vetrarkastmóti Evrópu sem lauk í Los Realejos á Kanaríeyjum í dag. Aðeins tveir konur úr A-hópi náðu að kasta lengra en Ásdís gerði í morgun. Silfurverðlaunahafinn frá Ólympíuleikunum í Peking, Mariya Abakumova sigraði, kastaði 61,87 metra og Moonika Aava frá Eistlandi varð í öðru sæti með 60,76 metra eða 34 sm lengra en íslandsmetið sem Ásdís setti í morgun. Ásdís fór inn í þetta mót með 9. besta árangur þeirra 16 kvenna sem kepptu, þannig að hún náði að vinna sjö af þeim sem áttu betri árangur og tryggja sér verðlaunasæti í keppninni, sem er sannarlega glæsilegur og jafnframt óvæntur árangur hjá henni.
Eins og staðan er í dag, þá er þetta 6. lengsta kast í heiminum á þessu ári.
 
Bergur Ingi Pétursson FH varð í 11. sæti í heildina með 72,49 metra, en níu keppendur í A-hópnum köstuðu lengra en Bergur gerði í morgun, en hann var með annan besta árangur keppenda í B-hópi. Bergur Ingi fór inn í þessa keppni með 13. besta árangur af þeim 19 sem kepptu í dag. Það var Krisztian Pars frá Ungverjalandi sem sigraði sleggjukastið með 80,38 metra, sem er best árangur í heiminum á þessu ári og betri árangur en náðist á sl. ári í þessari grein. Rússinn Aleksey Zargornyi sem átti besta árangur ársins í fyrra 80,10 metra var aðeins í 6. sæti í dag með 75,02 metra.
 
Sjá nánar öll úrslit frá 9. Vetrarkastmóti Evrópu: www.losrealejos2009.com
 

FRÍ Author