Ásdís keppti í undankeppni á Ólympíuleikunum í nótt

Ásdís hefði þurft rúmlega 61,5 metra kast til að komast áfram í úrslit. Ásdís náði sér ekki á strik í nótt, þar sem ekkert þriggja kasta hennar var nálægt því að vera eins langt og það sem hún hefur verið að kasta í sumar. Ásdís er í frábæru formi en atrennan var ekki að gagna upp hjá henni. Þetta var því miður ekki dagurinn hennar Ásdísar en eins og hún sagði í viðtali við mbl.is þá ætlar hún sér að gera betur á næsta ári og við erum svo sannarlega viss um að þessi frábæri íþróttamaður geri það.
 

FRÍ Author