Í gærkveldi keppti Ásdís Hjálmsdóttir í spjótkasti í Riga. Lengsta kastið hennar var 57,86 m sem kom henni í 6 sætið. Framundan hjá Ásdísi er keppni í Prag næstkomandi mánudag en þar keppir hún ásamt Anítu Hinriksdóttur. Áhugavert verður að fylgjast með gengi þeirra þar, en þær eru báðar á leiðinni á Ólympíuleikana í sumar sem haldnir verða í RÍÓ.
Úrslit má finna hér