Ásdís kastaði 55,92 metra á fyrsta móti – 8 sm frá Ólympíulágmarki

Ásdís Hjálmsdóttir Ármanni hóf keppnistímabil sitt í dag á sterku alþjóðlegu móti í Cottbus í Þýskalandi.
Ásdís kastaði lengst 55,92 metra og varð í 5. sæti á mótinu, en þetta var hennar fyrsta mót frá árinu 2006,en hún hefur átt við meiðsl að stríða og fór í uppskurð á olnboga sl. haust.
Þessi árangur hennar lofar góðu fyrir framhaldið í sumar, en B-lágmark fyrir Ólympíuleikana er 56,00 metrar, svo Ásdísi vantaði aðeins 8 sm uppá að ná því í kvöld. Annað lengsta kast hennar í kvöld var 55,30 metrar.
 
Íslandsmet Ásdísar frá 28.05.2005 er 57,10 metrar.
 
Úrslit frá mótinu í Cottbus: www.german-meeting.de
 

FRÍ Author