Ásdís kastaði 55,29 m í fyrstu umferð, 52,25 m í annarri og 54,54 m í þeirri þriðju. Zhara Bani varð tólfta og síðust inn í úrslitin en hún kastaði lengst 56,67 m.
Einar Daði er með samtals 3239 stig eftir fjórar greinar en í metþrautinni sinni í Kladno var hann með 3276 stig. Enn getur allt gerst hjá Einari Daða en ólympíulágmarkið er 7950 stig.