Ásdís Hjálmsdóttir sjötta á sterku móti í Rovereto á Ítalíu

Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari úr Ármanni keppti á mjög sterku móti í Rovereta á Ítalíu í kvöld.  Hún varð í sjötta sæti af átta keppendum og kastaði 56,06m en einungis tveir keppendur köstuðu yfir 60m.  Christina Obergföll silfurhafi á Evrópumeistaramótinu í Barcelona, sigraði á mótinu en hún kastaði rúmlega 64m.
 
Ásdís keppir n.k. föstudag í Padova á Ítlaliu en það er hennar síðasta mót fyrir "sumarfrí".

FRÍ Author