Ásdís Hjálmsdóttir og Hafdís Sigurðardóttir kepptu í Luzern

 
Næsta mót hjá Ásdísi er í Bellinzona þann 21. júlí og eftir það kemur hún heim og keppir á Meistaramóti Íslands sem fram fer í Kópavogi dagana 25. – 26. júlí. Hafdís keppir einnig á MÍ og leitast nú við að skapa sér fjárhagslegt svigrúm til að komast á tvö mót erlendis eftir það , eitt þeirra Kaupmannahafnarleikana 5. ágúst. Hafdís mun einnig keppa á boðsmóti sem haldið verður á Akureyri á Unglingalandsmóti UMFÍ dagana 31. júlí til 2.ágúst. Dísirnar verða því vonandi báðar á fullri ferð næstu vikurnar.
 

FRÍ Author