Ásdís Hjálmsdóttir keppir á Vetrarkastmóti EAA

Vetrarkastmót EAA verður í Sofíu í Bulgaríu um næstu helgi.  Ásdís Hjálmsdóttir ÁRMANNI verður meðal keppenda en 16 konur eru skráðar í spjótkast kvenna.  Ásdís er með fjórða besta árangurinn samkvæmt skráningu mótsins. Ásdís Hjálmsdóttir var í 23. sæti á heimslista í spjótkasti 2010.  Hún keppir á laugardaginn kl. 13:30 á íslenskum tíma. Tímaseðill mótsins er hér.
 
Heimasíða mótsins er hér.

FRÍ Author