Hvað svo sem almenn reynsla í frjálsum vísar til í þessum málum er ljóst að í spjótkastinu getur allt gerst og ekki hvað síst þegar einungis er um þrjú köst að ræða eins og í forkeppnin – í hefðbundinni spjótkastskeppni fá kastarar 6 köst. Í morgun varð Ólympíumeistarinn í spjótkasti karla frá London 2012, Keshorn WALCOTT,að sætta sig við að komast ekki áfram með lengsta kast sitt 78,78m í þremur tilraunum. Hann mætti til leiks með ársbesta upp á 84,39m og hefði talnalega þótt nokkuð öruggur með að komast áfram ef menn þekkja lítið til spjótkastsins. Frændi okkar frá Noregi Andreas Thorkilsen, sem verið hefur einn þriggja bestu spjótkastara um árabil bjargaði sér fyrir horn í þriðju umferð með kasti upp á 83,05m en fyrstu tvö voru undir 80m. Einn ánægðasti kastari forkeppninnar í morgun var vafalítið Ihab Abderlrahman El Sayed sem setti Egyptst met 83,62m í sínu fyrsta kasti sem reyndist næst lengsta kast forkeppninnar í morgun á eftir kasti frænda okkar frá Finnlandi Tero Pitkamaki sem kastað lengst 84,39m. Tólfta sætið inn í úrslitin í spjótkasti karla á HM að þessu sinni reyndist þriðja kast Eistans Risto Matas upp á 80,18m.
Framtíðin er ekki einungis björt hjá Ásdísi í spjótkastinu þar sem Guðmundur Sverrisson (23) kastaði 80,66m á MÍ á Akureyri þann 27.júlí í sumar og var aðeins 33cm frá því að öðlast rétt til að fá að spreyta sig í forkeppninni á HM í Moskvu. Guðmundur hefur ásamt Ásdísi nú þegar tryggt sér þátttökurétt á EM í Zurich í ágúst 2014. Framtíð okkar Íslendinga í spjótkasti er því afar björt enda einnig á fullri ferð í greininni þeir Örn Davíðsson (23) með 75,96m og Sindri Hrafn Guðmundsson (18) með 70,25m og fjöldi annarra stórefnilegra kastara í öllum aldursflokkum.
Úrslit í forkeppni má finna á heimasíðu IAAF.org : http://www.iaaf.org/competitions/iaaf-world-championships/14th-iaaf-world-championships-4873/results/women/javelin-throw/qualification/startlist#B