Ásdís Hjálmsdóttir í 6.sæti á Demantamóti IAAF í London.

Ásdís Hjálmsdóttir varð í 6.sæti af 8 keppendum á Demantamóti Alþjóða Frjálsíþróttasambandsins sem fram fór í London í kvöld.  Hún kastaði 54,92m, en líkt og á Evrópumeistaramótinu í Barcelona voru flestir keppendur töluverð frá sínum besta árangri. Það er greinilegt að aðstæður eru erfiðar en vindurinn skiptir einmitt miklu máli í köstum.  Ásdís sagði okkur að í Barcelona hafi verðið mikið um sviftivinda og mjög erfitt að ná góðu kasti.  Hún á 61,37m en þess má geta að Christina Öbergföll frá Þýskalandi á 70,20m en kastaði aðeins 58,45m í kvöld.  Til hamingju Ásdís með góðan árangur.
 
Við viljum ennfremur minna á að nágast má úrslit frá Bikarkeppni FRÍ sem fram fer á Sauðárkróki nú í kvöld og á morgun á mótaforritinu hér vinstra megin á síðunni (Mót / Mótaforrit).
 

FRÍ Author