Ásdís Hjálmsdóttir í 3.sæti í Padova á Ítalíu

Ásdís Hjálmsdóttir lenti í 3.sæti í kvöld í Padova á Ítalíu með kast uppá 57,18m, aðeins munaði nokkrum sentimetrum að hún hefði náð 2.sæti.  Hún vann Martinu Ratei frá Slóvaniu sem er í 4.sæti á heimslistanum og hefur kastað rúma 67m.   Christina Obergföll kastasti rúma 63m og sigraði.
 
Samkvæmt samtali við Ásdísi nú rétt í þessu var hún mjög sátt með árangurinn á þessu síðasta móti fyrir "sumarfrí" sérstaklega í ljósi þess að hún hefur legið í flensu undanfarnar tvær vikur og hélt á tímabili að hún gæti ekki tekið þátt í þessum tveim mótum. 
 
Til hamingju Ásdís.

FRÍ Author