Ásdís, Bergur, Óðinn, Jón og Örn keppa í Halle á morgun

Fimm af okkar bestu kösturum taka þátt í gríðarsterku kastmóti í Halle í Þýskalandi á morgun. Þetta eru þau Ásdís Hjálmsdóttir Ármanni, Bergur Ingi Pétursson, Óðinn Björn Þorsteinsson, Jón Ásgrímsson og Örn Davíðsson úr FH.
 
Mótið er hluti af mótaröð í Þýskalandi í sumar (German Meetings) og taka flestir af bestu kösturum í Evrópu þátt í mótinu á morgun, sem dæmi um styrkleika mótsins þá er Ásdís með 6. besta árangur í spjótkasti (61,37m), Bergur Ingi er með 8. besta árangur skráðra keppenda í sleggjukasti (74,48m) og Óðinn er með 12. besta árangurinn í kúluvarpi.
Jón Ásgrímsson og Örn Davíðsson keppa báðir í spjótkasti, Örn í unglingaflokki 19 ára og yngri.
 
Sjá nánar heimasíðu mótins; www.german-meetings.de

FRÍ Author