Ásdís Hjálmsdóttir Annerud keppti í dag í spjótkasti á Leichtathletik-mótinu í Luzern í Sviss. Ásdís átti fjögur köst yfir 60 metra en lengsta kast hennar var 61,32 metrar.
Ásdís hafnaði í öðru sæti á mótinu en ríkjandi Evrópumeistarinn í greininni, Christin Hussong, sigraði og kastaði tæpum þremur metrum lengra en Ásdís.