Ásdís með gull á sænska meistaramótinu

Ásdís Hjálmsdóttir Annerud sigraði í spjótkasti á sænska meistaramótinu í frjálsíþróttum sem fram fór um helgina. Ásdís kastaði lengst 57,27 metra í sínu fimmta kasti. Þetta var annar sænski titill Ásdísar í spjótkasti en hún sigraði einnig í fyrra. Ásdís keppti einnig í kringlukasti um helgina þar sem hún kastaði lengst 50,86 metra og varð í fimmta sæti.

Annar Íslendingur keppti á sænska meistaramótinu en það var Ívar Kristinn Jasonarson sem keppti í 400 metra hlaupi. Ívar kom í mark á 48,32 sekúndum og varð í fjórða sæti. Þetta er besti árangur Ívars í ár og jafnframt besti árangur Íslendings í ár. Bæði Ívar og Ásdís keppa fyrir Spårvägens FK.

Ívar Kristinn