Ásdís keppti í Svíþjóð

Ásdís Hjálmsdóttir Annerud keppti í dag á Folksam Grand Prix Karlstad út í Svíþjóð þar sem hún kastaði spjótinu 59,44 metra. Ásdís hefur tekið stutta mótatörn síðustu vikurnar og kastað mjög vel.

Hún hefur verið stöðugt að kasta yfir 60 metra og átt nokkur köst sem hafa verið með hennar lengstu köstum. Ásdís segir að nú takið við stutt æfingartörn þar til að hún muni byrja að keppa aftur.