Ásdís Hjálmsdóttir í 11. sæti á HM í London!

Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir Ármanni keppti í gærkvöldi í úrslitum í spjótkasti kvenna á Heimsmeistaramótinu utanhúss sem fram fer í London.

Ásdís kastaði 57,38 metra í fyrsta kasti og var í 10. sæti eftir fyrstu umferð.

Í öðru kasti bætti hún sig verulega og kastaði þá 60,16 metra og vann sig upp í 9. sæti en átta efstu keppendurnir eftir þriðju umferð fá þrjú köst til viðbótar. Því var allt undir í þriðja kasti en það reyndist styttra og gerði Ásdís það ógilt og var það ekki mælt.

Ásdís var með sextánda besta ár­ang­ur kepp­enda á HM fyr­ir keppn­ina en hafnaði í 11. sæti í keppninni.

Ásdís hafnaði einnig í 11. sæti í spjót­kast­skeppn­inni á Ólymp­íu­leik­un­um í London árið 2012 á sama leik­vangi. Þá kastaði hún 62,77 metra í undan­keppn­inni og 59,08 metra í úr­slit­un­um.

Glæsilega gert hjá Ásdísi en hún hefur verið að kasta gríðarlega vel í sumar!

TIL HAMINGJU MEÐ ÁRANGURINN ÁSDÍS !!