Ásdís hafnaði í fjórða sæti

Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir var rétt í þessu að ljúka keppni á sterku móti í Turku, Finnlandi.

Ásdís kastaði lengst 61,02 m og hafnaði í fjórða sæti. Þetta kast Ásdísar er fimmta lengsta kast hennar frá upphafi og lengsta kast hennar á árinu. Tatsiana Khaladovich frá Búlgaríu bar sigur úr býtum á mótinu með 65,03 m kasti.

Sumarið er rétt að byrja og gefur þessi árangur því gríðarlega góð fyrirheit fyrir sumarið.

Frjálsíþróttasambandið óskar Ásdísi innilega til hamingju með árangurinn!