Alls voru 364 skráðir til leiks í hlaupinu í dag, þar af 136 í 10km hlaupið.
Í 5km vegalengd karla sigraði Ívar Jósafatsson á tímanum 17:43 og kvennaflokki Anna Berglind Pálmadóttir á tímanum 19:35.
Yfirlit yfir verðlaunahafa má finna hér. Nánar má lesa um hlaupið á: http://stjornuhlaup.is/
Stjörnuhlaupið var valið úr umsóknum til að verða meistaramót í 10km götuhlaupi. Hlaupið fór fram á braut sem er viðurkennd af mælingamönnum FRÍ undir eftirtirliti Þorsteins Þorsteinssonar yfirdómara og formanns Dómaranefndar FRÍ. Freyr Ólafsson formaður FRÍ afhenti fyrstu hlaupurum verðlaun FRÍ.
Að ofan, Íslandsmeistarar dagsins í hinum ýmsu flokkum ásamt Frey formanni FRÍ