Arnar Pétursson hljóp frábært maraþon í Hamborg í Þýskalandi á sunnudaginn 29 apríl. Tími Arnars var 2:24,13 klst. sem er þriðji bestu tími Íslendings í maraþonhlaupi frá upphafi. Fyrir átti hann best 2:28,17 klst. þannig að rúm 4 mínútna bæting var staðreynd.
Arnar hljóp mjög stöðugt hlaup og var einungis 1 sekúndu munur á fyrri og seinni helmingi hlaupsins sem bendir til að kappinn eigi enn inni frekari bætingu.
Betri tíma eiga einungis íslandsmethafinn Kári Steinn Karlsson en hann á 2:17:12 klst. síðan árið 2011 og Sigurður Pétur Sigmundsson sem hljóp 1985 á tímanum 2:19.46 klst.
Til hamingju Arnar!