Arnar og Elín Edda Íslandsmeistarar í hálfu maraþoni

Íslandsmeistaramótið í hálfu maraþoni fór fram í gær á Akureyrarhlaupi Íslenskra verðbréfa og World Class. Ásamt því að vera keppt í hálfu maraþoni var keppt í fimm og tíu kílómetra hlaupi.

Fyrst í mark á hálfmaraþoninu urðu Arnar Pétursson og Elín Edda Sigurðardóttir og eru því Íslandsmeistarar í greininni. Þau keppa bæði fyrir ÍR. Arnar hljóp á 1:09:58 og bætti eigið brautarmet um þrjár sekúndur. Elín Edda Sigurðardóttir sigraði í kvennaflokki á 1:20:43 og bætti brautarmet kvenna um rúmar tvær mínútur. Annar í karlaflokki var Vilhjálmur Þór Svansson ÍR á 1:18:55 og þriðji var Vignir Már Lýðsson ÍR á 1:23:56. Í kvennaflokki var Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir UFA önnur á 1:26:25 og Bergey Stefánsdóttir var þriðja á 1:29:06.

Elín Edda og Arnar eftir hlaupið

Heildarúrslit hlaupsins má sjá hér.