Arna Stefanía Guðmundsdóttir og Guðni Valur Guðnason keppa í Svíþjóð

Arna Stefanía Guðmundsdóttir sigraði með yfirburðum í 400m grindahlaupi á móti í Karlstad í Svíþjóð í kvöld. Hún hljóp á 58.16 sek svo virðist sem keppnislaust en næsta var á 61.48 sek. Arna á best 57.14 sek en tíminn í kvöld er hennar 6. besti tími. Guðni Valur Guðnason keppti í kringlukasti og varð 4. með 59,12m. Sá sem sigraði kastaði 64.24m en hann, eins og Guðni Valur er á leið á Ólympíuleikana í RíÓ. Guðni hefur kastað lengst 61,85 m í ár en hann á best 63,50m. Guðni hefur kastað lengst 61,85m í ár en hann á best 63,50 m en árangurinn í kvöld er hans 9. besti. Guðni keppir aftur næsta laugardag, þá í Finnlandi.  

FRÍ Author