Arna Stefanía Guðmundsdóttir hóf keppni í sjöþraut á HM 17 ára og yngri í morgun. Hún keppti í 100m grindarhlaupi og hljóp á 14,93 sek (v 1,2) sem er bæting frá því á NM í fjölþrautum í júní s.l.
Dóróthea Jóhannesdóttir keppti í 200m hlaupi og hljóp á 26,25 sek en komst ekki áfram í undanrásir.
Kolbeinn Höður Gunnarsson keppti í 200m hlaupi og bætti sinn besta árangur þegar hann hljóp á 22,61 en hann komst ekki í undanrásir.
Arna Stefanía stökk 1,60 í hástökk og er núna í 23 sæti af 34 keppendur. Hún heldur áfram seinni partinn í dag.