Árangur Örnu Stefaníu Guðmundsdóttur í einstökum greinum á EM 19ára og yngri var sem hér greinir – alls 5383 stig:
Dagur-1: Arna Stefanía bætti sig í þremur greinum af fjórum á fyrri keppnisdeginum
1. 100 m grind : 14,14 s. Persónulegt met og íslandsmet í flokki 18-19 ára kvenna.
2. Hástökki: 1,71 m. Persónulegt met
3. Kúluvarp: 9,98 m. (á best 10,40 m )
4. 200 m hlaup: 24,69 s. Persónulegt met
Dagur-2:
5. Langstökk: 5.24 m. ( á best 5.73 m )
6. Spjótkast : 39,01 m. ( á best 40,84 m)
7. 800m hlaup: 2:20:85 s. (á best 2:14.88 mín)
Glæsileg bæting um tæp 200 stig.