Arna Stefanía Guðmundsdóttir úr FH vann brons þegar hún kom í mark í 3.sætinu á EM 20-22 ára í 400m grindarhlaupi nú rétt í þessu. Magnað hlaup og ársbesta á 56,37 sek. Þvílík spenna og snilldarlega útfært hlaup hjá Örnu Stefaníu en hún fór skynsamlega af stað og átti kraft í síðustu grindurnar þar sem skildi í sundur. Gull fór til Folorunso Ítalíu á 55,82 sek og Turner frá Bretlandi varð önnur á 56,08 og bætti sinn besta tíma.
Til hamingju teymi Íslands!
TIL HAMINGJU ARNA STEFANÍA!!!
TIL HAMINGJU ÍSLAND!!!