Arna Stefanía komin áfram í undanúrslit

Hlaupakonan Arna Stefanía Guðmundsdóttir FH keppti í undanriðlum í 400 m grindahlaupi á Evrópumeistaramóti 20-22 ára rétt í þessu. Hún hljóp tímanum 57,45 sekúndum og hafnaði í 2. sæti í sínum riðli. Glæsilega gert hjá henni. Fyrstu þjár í hverjum riðli komast áfram í undanúrslitin og fjórir hröðustu tímarnir þar fyrir utan komast einnig áfram. Arna Stefanía er því komin áfram í undanúrslitin en þau fara fram á laugardaginn kl. 13:48 á íslenskum tíma.

Við óskum Örnu Stefaníu innilega til hamingju með árangurinn og hlökkum til að fylgjast með henni á laugardaginn!