Ármannshlaupið og MÍ í 10 km götuhlaupi 9. júlí nk

Munur á hæsta og lægsta punkti á brautinni er aðeins 6,7 metrar. Hlaupið verður meðfram Sæbrautinni niður að Hörpu, snúið þar við og hlaupið sömu leið til baka. Þátttökugjald er 1.800 krónur í forskráningu.
 
Forskráning lokar kl. 17:00 þann 8. júlí. Skráning á hlaupadag 9. júlí verður á marksvæði frá kl. 17:00 og kostar hún 2.500 krónur. Skráningu á hlaupadegi lýkur kl. 19:30. Á síðasta ári tóku yfir 400 hlauparar þátt í Ármannshlaupinu.
 
Allar upplýsingar má finna á heimasíðu hlaupsins og ekki eftir neinu að bíða með að skrá sig, það tekur enga stund!

FRÍ Author