Í sama hlaupi bættu liðsfélagar Ara Braga tíma sinn. Það voru þeir Kolbeinn Höður Gunnarsson sem hljóp á 10,61s og Trausti Stefánsson sem hljóp á 10,85s.
Ari Bragi hefur stormað inn á sviðið í frálsum eins og í fleiri greinum. Hann er margverðlaunaður tónlistarmaður sem hafði náð góðum árangri í róðri, Crossfit og Ólympískum lyftingum áður en hann kom með þessum einstaka árangri inn á spretthlaupsbrautina.