Spretthlauparinn Ari Bragi Kárason ætlar að fara yfir dvöl sína úti í Bandaríkjunum þar sem hann æfði með ALTIS félaginu. Farið verður yfir megin áhersluatriði hvað varðar þesskonar þjálfun sem stunduð er þarna, heimspeki, æfingarfræði, hreyfifræði, styrktaræfingar, keppnisundirbúning, hugarfar og allt það sem tengist því að móta afreksþjálfun og íþróttafólk.
Besta íþróttafólk í heimi sækist í að æfa með þessum hópi vegna velgengni þess á stórmótum og er þetta kjörið tækifæri fyrir alla þá sem hafa áhuga á að bæta við kunnáttuforðan sinn í mótum afreksíþróttamanns með því að fá að skyggnast inn í þennan heim.
Tímasetning
18. mars kl. 10:00-15:00
Dagskrá
Kl:10:00 Fyrirlestur
Staðsetning: Norðurhella 2, Hafnarfirði
Boðið uppá kaffi.
Kl:12:00 Matarpása
Kl: 13:00 Hreyfingar og æfingar
Staðsetning: Frjálsíþróttahöllin Kaplakrika, Hafnarfirði.
Mætið með íþróttaföt/skó með ykkur.
Sjá má heimasíðu ALTIS hér.
Námskeiðið er frítt og eru allir velkomnir.