Afreksmál

Árangursviðmið – keppnisferðir 2016
 

Þann 1.júní 2016 var eftirfarandi samþykkt af stjórn FRÍ. Þegar FRÍ sendir keppendur á mót á erlendri grundu tekur keppandi eða félag hans þátt í kostnaði, kr. 35.000 hverju sinni. Stjórn FRÍ endurskoðar upphæðina á hverju hausti og leggur tillögu fram á formannafundi. Á sama fundi yrðu lögð fram lágmörk fyrir komandi keppnisár.
 
Kostnaður vegna þjálfara og annars fylgdarliðs er kostnaður FRÍ.
 
Stjórn ákveður þátttöku hverju sinni og byggir þá ákvörðun á tillögum frá Íþrótta- og afreksnefnd.
 
Önnur verkefni þar sem FRÍ hefur milligöngu um þátttöku á árinu 2016 greiðist að fullu af keppendum sjálfum
 
Árangursviðmið til þátttöku á mótum erlendis 2016: 
 
1. NM inni  í Växjo Svíþjóð 13. febrúar:  Ísland og Danmörk stilla fram sameiginlegu liði. Keppnisgreinar Íslands ákveðnar í samráði við Dani.  Greinar sem Ísland fer fram á að keppa í þurfa að verða forskráðar í desember. Keppendalisti þarf að liggja fyrir fljótlega eftir RIG  24. janúar. Þeir sem ná árangri eftir 1.nóvember 2015 sem samsvarar lágmarki á EM inni (síðast) öðlast sjálfkrafa þátttökurétt á NM – þó viðbúið aðeins einn frá Íslandi í grein. Þeir sem öðlast sjálfkrafa þátttökurétt greiða 25.000kr.  FRÍ mun kappkosta að skapa sem flestum þátttökuheimild sem náð hafa árangri sem samsvarar um og yfir 1000 stigum í stigatöflu IAAF. Kostnaður þeirra ræðst af afgreiðslu umsóknar FRÍ í Afrekssjóð ÍSÍ vegna þessa verkefnis en þó ekki meiri en sem nemur 60.000 kr. Innskot 2016 – Afrekssjóður veitti þessu verkefni ekki beinan stuðning. Heimilt er að nýta verkefnatengdan stuðning Afrekssjóðs við sérverkefni til greiðslu á kostnaði vegna mótsins.  
 
2. HM inni Portland OR USA 17.-20.mars: Þeir sem ná lágmarki IAAF til þátttöku á HM öðlast sjálfkrafa þátttökurétt á mótinu. Lokaskráning á mótið er 7. mars að miðnætti í Monaco. Kostnaður keppanda er 25.000 kr nema  þátttakan hafi verið fjármögnuð sérstaklega með öðrum sjóði. Og þá kostnaður að fullu greiddur úr þeim sjóði. Lágmörk IAAF – sjá hér.  Innskot 2016 – Afrekssjóður veitti þessu verkefni fulla kostun. Heimilt er að nýta verkefnatengdan stuðning Afrekssjóðs við sérverkefni til greiðslu á kostnaði vegna mótsins.  
 
3.  Smáþjóðameistaramót Malta 11. júní: Ísland samdi um rétt til að senda 16 keppendur til Möltu (kvóti). Lágmarksárangu EAA og AASSE og keppnisgreinar – sjá hér .  Forskráning þarf að eiga sér stað í síðasta lagi fimmtudaginn 10. apríl.  Lokaskráning keppenda er þriðjudaginn 31. maí að miðnætti. Kostnaður keppanda ræðst af afgreiðslu umsóknar FRÍ í Afrekssjóð ÍSÍ vegna þessa verkefnis. Innskot 2016 – Afrekssjóður veitti þessu verkefni ekki beinan stuðning. Hér er um nýtt verkefni að ræða og aukinn ferðakostnað (tvö flug). Með tímanlegri forskráningu farseðla er gert ráð fyrir að kostnaður keppenda verði 35.000 kr. Heimilt er að nýta verkefnatengdan stuðning Afrekssjóðs við sérverkefni til greiðslu á ofangreindum kostnaði vegna mótsins. Heimilt er að senda tvo í grein – keppandi tvö í grein þarf að hafa náð árangri á árinu 2016 sem nemur yfir 850 stigum samkvæmt stigatöflu IAAF. Árangur samkvæmt stigatöflu IAAF ræður vali á keppendum í greinar mótsins.
 
4. NM í fjölþrautum. Svíþjóð, Huddinge? 11.-12. júní. Þeir sem náð hafa árangri sem samsvarar  lágmarki EAA til þátttöku á EM U20 eða EM U23  2015 öðlast sjálfkrafa þátttökurétt á NM í fjölþrautum 2016  Lágmark EAA U20 2015 sjá hér og Lágmörk EAA U23 2015 sjá hér. Innskot 2016 – Afrekssjóður veitti þessu verkefni ekki stuðning. Kostnaðarþátttaka FRÍ í þessu verkefni miðast eingöngu við þá sem ná lágmarki fyrir sjálfkrafa þátttökurétt á EM ungmenna og þá kostnaður 35.000kr á keppanda.
 
5 EM utanhúss. Amsterdam, Hollandi 6-10. júlí. Þeir sem ná EM lágmarki öðlast sjálfkrafa þátttökurétt á EM og kostnaður keppanda þá 35.000kr. Lágmörk EAA sjá hér. Innskot 2016 – Afrekssjóður veitti þessu verkefni ekki fullan stuðning og því viðbúið að keppendur dvelji skemur á mótsstað á kostnað sambandsins en ella hefði verið (viðmið þrjár gistinætur). Heimilt er að nýta verkefnatengdan stuðning Afrekssjóðs við sérverkefni til greiðslu á ofangreindum kostnaði vegna mótsins eða vegna framlengdrar dvalar á mótsstað eftir að keppni íþróttamanns lýkur.  
 
6. EM 16-17 ára Tbilisi Georgíu Tbilisi Georgíu14-17 júlí.  EAA lágmark skapa þátttökuheimild. Kostnaður keppanda ræðst af afgreiðslu umsóknar FRÍ í Afrekssjóð ÍSÍ vegna þessa verkefnis.  
Lágmörk EAA Sjá hér. Lágmarki þarf að ná á tímabilinu frá 1. janúar 2015 til 4. júlí 2016. Innskot 2016 – Afrekssjóður veitti þessu verkefni stuðning. Kostnaðarþátttaka FRÍ í þessu verkefni miðast eingöngu við þá sem ná lágmarki fyrir sjálfkrafa þátttökurétt á ENM U18 og þá kostnaður 35.000kr á keppanda.
 
7. HM U20.  Bydgoszcz Póllandi 19-24. júlí. Þeir sem ná lágmarki IAAF öðlast þátttökuheimild. Kostnaður keppanda ræðst af afgreiðslu umsóknar FRÍ í Afrekssjóð ÍSÍ vegna þessa verkefnis.  Lágmörk IAAF sjá hér. Árangri þarf að ná á tímabilinu frá 1.október 2015 til 11. júlí 2016. Lokaskráning á mótið er 4. júlí. Innskot 2016 Afrekssjóður veitti þessu verkefni stuðning. Kostnaðarþátttaka FRÍ í þessu verkefni miðast við að keppandi greiði 35.000kr 
 
8. NM U20.  Mótið fer fram á Íslandi 13.-14. ágúst. Íslendingar og Danir tefla fram sínu sterkasta sameiginlega liði á mótinu og þátttaka Íslendinga ákveðin í samráði við Dani. Markmið FRÍ er að skapa sem flestum Íslendingum þátttökuheimild á mótinu. Markmið íslenska og danska sambandsins er að still fram sem sterkustu sameiginlegu liði. Kostnaður keppenda gæti orðið einhver en þó aldrei meiri en 15.000 kr – ræðst af afgreiðslu umsóknar FRÍ í Afrekssjóð ÍSÍ vegna unglingaverkefna. Innskot 2016 – Afrekssjóður veitti þessu verkefni ekki stuðning.
9. NM U23. Espoo Finnland 20.-21. ágúst.  Þeir sem náðu eða ná lágmarki (árangursviðmiði) EAA eins og það var til þátttöku á EM U23 (2015) öðlast sjálfkrafa þátttökurétt á NM U23, verða valdir af FRÍ. Lágmörk fyrir sjálfkrafa þátttökurétt á NMU23 sjá hér. Innskot 2016 – Afrekssjóður veitti þessu verkefni ekki stuðning. Kostnaðarþátttaka FRÍ í þessu verkefni miðast eingöngu við þá sem ná lágmarki fyrir sjálfkrafa þátttökurétt á NMU23 og þá kostnaður 35.000kr á keppanda.
 
10. ÓL. Ríó 5.-21. ágúst. Þeir sem ná lágmarki (árangursviðmiði) IAAF  til þátttöku á ÓL öðlast sjálfkrafa þátttökurétt og kostnaður keppanda þá 35.000kr. Lágmörk fyrir ÓL – sjá hér
 
Almennt um kostnað keppanda . Kostnaður keppanda sem nær árangri sem samsvarar sjálfkrafa þátttökurétti er  kr. 35.000 eins og verið hefur fyrir einstaklinga sem FRÍ velur formlega til keppni erlendis, og þá miðað við að um sé að ræða eitt flug frá Íslandi til keppnislands. Ef staðsetning á móti kallar á tengiflug má búast við að kostnaður keppanda aukist eitthvað. Í því tilfelli að árangursviðmiði er náð seint  (3 vikum fyrir keppni eða síðar) er viðbúið að ferðakostnaður aukist og þá kostnaðarþátttaka keppanda hærri en ella. 
 
* EM U23 og EM U20 : Mótin næst haldin 2017
  
Viðmið sem höfð eru til hliðsjónar í  ráðgjöf  Íþrótta-og afreksnefnd FRÍ um val í landslið fyrir Evrópukeppni landsliða eru eftirfarandi:
 
• Íþrótta- og afreksnefnd FRÍ veitir ráðgjöf um það lið sem nefndin telur að verði sem sterkast á keppnisdegi
• Árangur á síðustu mótunum fyrir lokaval skiptir meira máli heldur en innanhúss árangur ársins eða árangur utanhúss árið á unda.
• Æskilegt er að íþróttamenn séu búnir að keppa að minnsta kosti einu sinni utanhúss á árinu áður en lokaval fer fram
 
Árétting: Áskilinn er réttur til breytinga eða leiðrétting.