Árangur á HM 19 ára og yngri

Að loknum seinni keppnisdegi er Tristan Freyr í 8. sæti með 2.925 stig sem er hans besti árangur á fyrri keppnisdegi. Keppnin er mjög jöfn þó svo að 280 stig séu frá fyrsta sæti í það 8. en aðeins 164 stig eru frá 8. upp í 2. sætið. Tristan stefnir á enn betri seinni dag og að ljúka keppni í top 10.
Fyrr í dag stökk Tristan Freyr 1.95m í hástökki, en hann á best 1,96m, þá hafði hann kastað 12.56 m í kúluvarpi. Í 400m hlaupinu, síðustu grein fyrri dags, hljóp Tristan á 49,06 sek sem er hans næstbesti árangur í þraut og sigraði hann sinn riðil með yfirburðum og var með 3. besta tíma allra keppenda. 
 
Þórdís Eva Steinsdóttir FH keppti í undanrásum 400m hlaupsins síðdegis í dag. Hún hljóp á 56,06 sek og varð í 6. sæti í sínum riðli og í 35. sæti keppenda. Hún á best 55.32 sek í ár og var því ekki mjög langt frá sínu besta en hefði þurft að hlaupa á 54.97 sek þurfti til að komast áfram í undanúrslit. Hún á best 54,81 sek innanhúss.
 
Thelma Lind Kristjánsdóttir keppti í kringlukasti síðdegis í dag. Hún kastaði lengst 44.15 m og komst ekki áfram í úrslit en til þess þurftu stúlkurnar að kasta 51.50m eða vera í hópi með þeim 12 bestu sem í dag þýddi að Thelma hefði þurft að kasta 48,62m. Þetta hafðist því ekki í dag hjá Thelmu, sem á yfir 50m og hefur hún því lokið keppni á HM. Lengsta kast dagsins var 53,84 m og það næst lengsta 53,83m. Hún varð í 23. sæti.
 
Thelma og Þórdís geta verið stoltar af sér og sínum árangri mótið er keppni milli sterkustu frjálsíþróttaungmenna í heiminum 19 ára og yngri og það er frábært að vera þar á meðal.

FRÍ Author