Anítu Hinriksdóttur verður vel fagnað í Höfða í dag.

Í fréttaflutningi frá Heimsmeistaramóti U18 og Evrópumeistaramóti U20 var mikið rætt um Anítu , árangur hennar og árásarplan á brautinni. Sérstaklega þykir árásarplan hennar skemmtilegt fyrir áhorfendur,  að sjá hvernig hún ríkur af stað við upphaf hlaups og tekur forustu.  Og sumir ganga svo langt að halda því fram að ef framvindan Anítu  á hlaupabrautinni verður eins og vísbending er um að gæti orðið muni keppnisgrein hennar ,800m hlaup,  verða meðal vinsælustu  keppnisgreina í frjálsíþróttum að horfa á í framtíðinni.  Anítu er eðlislægt að hlaupa hratt af stað við ræsingu og taka strax forustu í hlaupum sínum.  Að mati fréttamanna hefur komið fram að með Anítu á hlaupabrautinni sé viðbúið að aðrir hlauparar geti ekki treyst á að vinna til verðlauna í 800m hlaupi með hlaupaplani sem gengur út á að halda hraðanum niðri fyrstu 400-600m og keppa svo í spretthlaupi í lok hlaupsins.  Árásarstíll Anítu í 800m hlaupi þykir líklegur til að tryggja að árangur (tímarnir) í 800m hlaupi kvenna verði jafnan góður ef Aníta er meðal keppenda. 

FRÍ Author