Aníta sigrar sinn riðil

 Aníta Hinriksdóttir var rétt í þessu að tryggja sér sæti í undanúrslitunum í 800 m hlaupi á Heimsmeistaramóti 19 ára og yngri sem fram fer í Eugene, Oregon, þessa dagana.  Aníta kom fyrst í mark í 1.riðli undanrásanna á tímanum 2:03,41.  Enn eru undanrásir í gangi og keppendalisti undanúrslitanna því ekki klár.  Undan úrslitin fara fram á morgun kl 20:00

FRÍ Author