Kristinn hefur verið að bæta sig jafnt og þétt í vetur og líklegur til frekari bætinga á Heimsmeistaramótinu. Á Kristinn nú næst besta tíma karlmanns innanhúss í greininni en Íslandsmetið er í eigu Björns Margeirssonar og er það 1:51,07 sek.
Riðlakeppni í 800 m hlaupi kvenna og karla fer fram þann 7. mars. Konurnar keppa kl 12:00 og karlarnir klukkan 12:30 eða strax að lokninni riðlakeppni kvenna. Úrslitin í báðum greinum eru síðan þann 9. mars. Konurnar hlaupa til úrslita kl 15:35 og karlarnir kl 16:20.