Aníta með met og náði lágmarki inná HM í Moskvu

 Aníta, sem er aðeins 17 ára, hefur þar með náð B-lágmarki fyrir sjálft heimsmeistaramótið sem fram fer í Moskvu í ágúst.

Aníta vann þrælöruggan sigur í hlaupinu en hún var tæpum sjö sekúndum á undan næsta keppanda sem þó átti besta tímann fyrir hlaupið. Þar með náði Aníta í 15 stig fyrir Ísland sem á í höggi við 14 önnur lið í stigakeppni 3. deildar. Tvö efstu liðin, þegar keppni lýkur á morgun, komast upp í 2. deild.

FRÍ Author