Aníta með besta afrekið á Ármóti Fjölnis

Af öðrum úrslitum má nefna að Kolbeinn Höður Gunnarsson UFA sigraði í 200 m hlauði á 22,14 sek. Í öðru sæti var Haraldur Einarsson HSK, en hann kom fyrstur í mark í 60 m hlaupi á 7,22 sek. Kristinn Þór Kristinsson HSK sigraði í 800 m hlaupi á 1:55,12 mín. Kári Steinn Karlsson Breiðabliki sigraði í 5000 m hlaupi á 14:34,03 mín.
 
Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir úr ÍR sigraði í bæði 60 m og 200 m hlaupum á 7,85 og 25,20 sek. Sveinbjörg Zophoníasdóttir FH sigraði í langstökki á 5,62 m og Hanna Þráinsdóttir ÍR í hástökki með 1,63 m.
 
Mótið var í senn lokamót ársins, en um leið fyrsta mót innanhússtímabilsins, en mót verða um því næst hverja helgi í janúar og febrúar.
 
Áramót Fjölnis var haldið í dag og var fjölmennt og gott mót. Sjá öll úrslit í mótaforritinu hér.
 

FRÍ Author