Aníta sigraði eins og kunnugt er bæði á HM 17 ára og yngri í Donetsk og EM 19 ára og yngri með sex daga millibili í júlí í sumar. Samtals hljóp hún 5 hlaup á þeim 10 dögum sem þessi tvö stórmót stóðu yfir, hvort ofan í öðru Hún sýndi mikið sjálfstraust og öryggi í þeim báðum og bætti hún Íslandsmetið í tvígang. Hún hljóp þá best á tímanum 2:00,49 mín., sem er næst besti árangur í þessari grein í ár hjá 17 ára stúlkum. Aníta á nú 8. besta árangur í sínum aldursflokki frá upphafi í greininni og er hún í 44. sæti á heimslista fullorðinna í ár.
12okt