Aníta fær verðuga keppni í 800 m hlaupinu en sterkasti keppinauturinn er Ajee Wilson, heimsmeistari unglinga árið 2012 og 8. á heimslistanum fyrir árið 2013. Besti tími Ajee í 800n er1:58,21 mín. Annar keppandi, Natoy Goule frá Jamaica, á einnig betri tíma en Aníta, eða 1:59,33 mín og var hún í 31. sæti á heimslistanum árið 2013. Sama ár varð Aníta í 44. sæti á heimslistanum með sinn besta tíma 2:00.49 mín sem hún hljóp 30. júní 2013 í Mannheim í Þýskalandi. Innanhúss á Aníta best 2:01.81 mín síðan 19. janúar á þessu ári.
13feb