Aníta Hinriksdóttir var að setja Íslandsmet í 800 metra hlaupi

Aníta Hinriksdóttir setti rétt í þessu Íslandsmet í 800 metra hlaupi í RÍÓ á tímanum 2:00,14 mín en hún átti sjálf gamla metið 2:00,49 mín síðan 2013. Aníta hljóp í einum af sterkustu riðlum 800m hlaupsins þar sem hún varð í 6. sæti. Í riðlinum voru sett tvö landsmet, fjórar bættu sinn besta tíma og ein hljóp á ársbesta. Aldeilis frábærlega útfært hlaup hjá Anítu, en því miður ekki víst að það dugi í undanúrslit. Innilega til hamingju Aníta og Gunnar Páll!

FRÍ Author