Aníta dæmd úr leik á HM 17 ára og yngri

 Aníta Hinriksdóttir sem hljóp mjög öruggt 800 m hlaup nú rétt í þessu hefur verið dæmd úr leik á HM 17 ára og yngri fyrir að stíga á línu.  Eþíópska stúlkan, Kokeb Tesfaye, var sömuleiðis dæmd úr leik.  Hafa þær báðar stigið á línu í fyrstu beygju hlaupsins.  Besta tímann inn í úrslitin á því ameríska stúlkna Raevyn Rogers, 2:05,35 s.  Ljóst er að þetta er mikið áfall fyrir Anítu sem á besta tíma allra keppenda en hún er ung og rétt að hefja sinn feril.  

FRÍ Author