Aníta Hinriksdóttir setti fyrr í dag Íslandsmet í míluhlaupi á FBK Games í Hengelo Hollandi. Ensk míla er 1609m og því hlaupið 109 metrum lengra en hefðbundið 1500m hlaup.
Aníta kom í mark á tímanum 4:29,20 mín og í 11. sæti af 16 keppendum í jöfnu og mjög sterku hlaupi en Jenny Simpson frá Bandaríkjunum sigraði á 4:25,71 mín.
Fyrra Íslandsmetið átti Chelsey Sveinsson og hljóp hún á tímanum 4:46,85 mín árið 2009 og þvi rúmlega17 sekúnda bæting á eldra metinu staðreynd.
Myndin er frá mótinu í dag og þar er Aníta að tala við áhangendur.
Til hamingju Aníta!