Aníta Hinriksdóttir er komin áfram í undanúrslit í 800 metra hlaupi á Evrópumótinu í Berlín. Hún hljóp á 2:02,15 mínútum og hafnaði í fimmta sæti í sínum riðli og var hún var með ellefta besta tíma allra í undanrásunum.
Þrír efstu í hverjum riðli fóru áfram í undanúrslit, ásamt þeim þremur með besta tímann utan þriggja efstu sæta hvers riðils. Alls 20 hlauparar fara því í undanúrslit.
Undanúrslitin fara fram annað kvöld og úrslitahlaupið verður á föstudaginn.
Guðni Valur Guðnason komst ekki í úrslit í kringlukastinu. Hann kastaði lengst 61,36 metra, best á hann 65,53 metra sem hann kastaði fyrr í sumar.
Guðni var 83 sentimetrum frá þeim síðasta inn í úrslitin. Guðni gerði ógilt í fyrsta kasti, kastaði 61,36 metra í öðru kastinu og 57,39 metra í síðasta kastinu.
Sindri Hrafn Guðmundsson hefur keppni í spjótkasti á morgun og Ásdís Hjálmsdóttir á fimmtudaginn.