Hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir ÍR keppti í gær í 1500 m hlaupi á Heimsmeistaramótinu innanhúss.
Aníta byrjaði hlaupið af krafti, hélt góðum hraða og var í forystu eftir 800 m.
Aníta hafnaði í 8. sæti í 3. riðli og hljóp hún á tímanum 4:15,73 mínútum. Íslandsmet Anítu er 4:09,54 og var það sett í Düsseldorf í síðasta mánuði.
Sifan Hassan frá Hollandi náði besta tímanum í undanrásunum en hún hljóp á 4:05,46 mínútum.
10 hlaupakonur hlaupa til úrslita í 1500 m hlaupi í kvöld og fer hlaupið fram kl. 20:39.